Hvað er lífræn bómull?

Lífræn bómull er bómull sem framleidd er án notkunar skaðlegra efna og vottuð samkvæmt lífrænum landbúnaðarstöðlum. Framleiðsla hennar viðheldur heilbrigði jarðvegs, umhverfis og fólks með því að nota náttúrulega ferla frekar en gervi aðföng.

Staðreyndir

Losar umþaðbil 46% minna af koltvíoxíð (CO2)

Útrýmir notkun á skaðlegum efnum

Notar 91% minna af vatni en venjuleg bómull

Notað er 62% minni orka við framleiðslu hennar en við venjulega bómull

Stendur einungis fyrir minna en 1% af framleiðslu bómullar í heiminum

Hvernig er efnið búið til?

Gmo-free fræ ( ekki erfðabreytt fræ )

Ræktunin er lífræn

Uppskeran er náttúruleg

Spunnið í þræði

Ofið í efni

Útskýring á lífrænum landbúnaði

Lífrænn

Hefðbundinn

Fræ

Fræin eru náttúruleg, ómeðhöndluð og GMO-free ( ekki erfðabreytt )

Fræin eru erfðabreytt og meðhöndluð með sveppaefnum og skordýraeitri

Jarðvegsstjórnun

Ræktunin er ræktuð með lífrænum rotmassa og í ræktunarskiptum þar sem öðrum plöntum er sáð til að ýta undir líffræðilegan fjölbreytileika. Þetta verndar jarðvegsgæði, varðveitir raka hans og lágmarkar útblástur Co2

Einræktun (samkvæm gróðursetning á einni ræktun) eyðir næringarefnum í jarðvegi, þannig að tilbúinn áburður er nauðsynlegur

Meðhöndlun á illgresi og skordýrum

Náttúrulegur, lífrænn valkostur kemur í stað tilbúinna landbúnaðarefna til að meðhöndla vaxandi ræktun. Þetta skapar sterkari plöntur sem eru ónæmari fyrir meindýrum og sjúkdómum, hjálpar til við að bæta jarðvegsgæði, koma í veg fyrir vatnsmengun, varðveita líffræðilegan fjölbreytileika og stöðva eitrun á dýralífi og ám

16% af dýraeitri heimsins og 10% af öllu skordýraeitri í heiminum eru notuð, sem eitrar fyrir fólki og umhverfinu. Fimm mest notuðu skordýraefnin eru ýmist grunuð um að vera krabbameinsvaldandi eða eitur fyrir taugavefina

Uppskeran

Bændur uppskera og aflaufa lífrænan bómull á náttúrulegan hátt, með frost hitastigum og vatnsstjórnun

Laufhreinsun með eitruðum efnum

Vellíðan

Bændur og starfsmenn búa við heilbrigðara umhverfi. Bómullarafurðirnar (plöntuúrgangur, malað fræ fyrir búfjárfóður, olía fyrir unnin matvæli) eru ekki menguð af efnum

Bændur eru fastir í kostnaðarsömum samningum og hafa litla stjórn. Það er líka mikil hætta á heilsufarsvandamálum starfsmanna. Áburður og skordýraeitur menga vatn, jarðveg og matvælaframboð

Hvers vegna elskum við lífræna bómull?

Öll lífrænu bómullarefnin okkar eru GOTS* vottuð. Það styður og verndar bændur og umhverfið.

Sem náttúrulegt efni er það með góða öndun, er mjúkt og gott fyrir húðina.

*GOTS er viðurkennt sem heimsleiðandi vinnslustaðall fyrir vefnaðarvöru úr lífrænum trefjum. Það skilgreinir strangar umhverfisviðmiðanir meðfram allri aðfangakeðju lífræns textíls og krefst þess að farið sé að félagslegum viðmiðunum.