Hvað er Seacell™?Silkimjúkt og fínlegt efni sem er búið til úr endurnýjanlegum náttúrulegum efnum, það andar vel og er einstaklega létt. Seacell™ nýtir náttúrulegan heilsufarslegan ávinning sjávarþangs, sem verndar húðina þína og plánetuna.Staðreyndir

Framleitt úr náttúrulegu sjávarþangi ( meðal annars íslensku sjávarþangi ). Efni er sjálfbært og 100% lífrænt og niðurbrjótanlegt.

Inniheldur einstaklega mikið magn af andoxunarefnum, ríkt af vítamínum og steinefnum, ekki ofnæmisvaldandi og nógu mjúkt fyrir börn

Ver húðina fyrir umhverfinu – brýtur niður skaðleg sindurefni af völdum streitu og mengunar.

Sérvalin uppskera er vistfræðilega sjálfbærHvernig er efnið búið til?

Sjávarþang er úr náttúrunni og er mikið af því í vistkerfum hafsins okkar.

Við viljum halda því þannig. Með því að uppskera aðeins endurnýjandi hluta plöntunnar á fjögurra ára fresti skemmist þangið ekki og í raun er hvatt til endurvaxtar. Þetta tryggir sjálfbærni plöntunnar og efnisins.

Ómeðhöndlað þangið er mulið og malað, síðan blandað saman við sjálfbærar viðarkvoðutrefjar til að búa til þetta einstaka efni. Þetta er lokað hringrásarferli - engin úrgangur og engin kemísk efni notuð.Hvers vegna elskum við Seacell™!

Ótrúlega endingargott. Jákvæðir eiginleikar þangsins eru varanlega varðveittir innan trefjanna, jafnvel eftir marga þvotta. Efni sem er rýkt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum! Hvað er betra fyrir húðina okkar!