Vörumerki - Jalfe
Jalfe
Með kærleik frá Danmörku
Jalfe er fjölskyldufyrirtæki með aðsetur í Svendborg í Danmörku. Frá árinu 2008 hafa þau verið að framleiða fallegan fatnað úr góðum, náttúrulegum efnum. Allt er hannað til að verða fastur liður í fataskápnum þínum - alltaf í fjölbreyttum litasamsetningum. Þau leggja mikla áherslu á umhverfisvæna framleiðslu. Flíkur frá Jalfe eru hannaðar og prjónaðar í Danmörku og saumaðar í Evrópu, t.d Litháen. Það gerir þeim kleift að tryggja hágæða, sjálfbærari framleiðslu og sanngjörn vinnuskilyrði.
Merínóull
Merínóull er eitt besta efni náttúrunnar, unnið úr mjúkum feldi Merínó-sauðfjár. Hún andar vel, er hitastillandi og lyktarþolin, sem gerir hana hentuga fyrir allar árstíðir. Jalfe-línan, úr 100% merínóull, er dásamlega mjúk og þægileg í notkun - jafnvel fyrir viðkvæma húð. Jalfe tryggir að ullin þeirra sé alltaf án mulesing og siðferðilega upprunnin frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi.