Vörumerkin - LivingCrafts
LivingCrafts
LivingCrafts er lífrænt textílfyrirtæki frá Þýskalandi sem leggur mikla áherslu á sjálfbærar aðferðir í hverju skrefi í öllu framleiðsluferlinu. Living Crafts hefur framleitt vistvænan textíl í yfir 25 ár.
Vandlega er hugað að umhverfinu, mildri vinnslu efnanna og félagshagfræðilegum stöðlum, frá upphafi til enda. Hvorki genabreytt fræ né skaðleg efni eru notuð við framleiðslu og forðast er notkun skordýraeiturs og aukaefna við ræktun og vinnslu hráefna.
LivingCrafts vörurnar eru gerðar úr vottaðri lífrænni bómull.
LivingCrafts er lífrænt vottað af International Association of the Natural Textile Industry (IVN) og Demeter, það uppfyllir staðla fyrir Global Organic Textile Standard (GOTS).